Á morgun fer fram síðasta harðhausakvöld ársins svo það er um að gera að byrja að rifja upp árið og velta fyrir sér hvort einhver eigi skilið vonbrigða tilnefningu. Var einhver í óviðeigandi klæðnaði, boðið einhver harðhaus með of skömmum fyrirvara, gleymdi einhver að skrá upplýsingar um kvöldið sitt eða gerði einhver eitthvað annað af sér? Svo eru það reglubreytingarnar. Það verður að teljast ólíklegt að núverandi reglur séu ekki fullkomnar en mögulega mætti bæta einhverjum reglum við.
Kromby
fimmtudagur, 16. desember 2021
|
Jæja, þá er bara vika í þetta. Vonandi ertu búinn að græja pössun, setja fötin í hreinsun, pússa skónna og grafa upp hressleikann. Eins og alltaf þá opnar húsið á slaginu klukkan átján og þegar hresslingar hafa aðeins náð að væta kverkarnar og "mingla" aðeins þá hefst borðhaldið. Eins og árið 2019 þegar matar og rauðvíns var síðast í raunheimum hjá Bere & Zigz þá verður borðvín með matnum.
Kromby
laugardagur, 30. október 2021
|
Eftir rúmar tvær vikur þá fer Matar- og rauðvínskvöldið fram á Klettahrauninu. Yfirkokkur verður sem áður Óskar og honum til aðstoðar verða Ella og Guðjón.
Það er spurning hvort fólk vill endurvekja rauðvínssmökkunina eða bara skipuleggja eitthvað annað fjör.
Kromby
fimmtudagur, 21. október 2021
|
Laugardaginn 6. nóvember skella hresslingar sér í sparigallann og halda á Klettahraunið til Ellu og Guðjóns. Skráning er á Facebook en við vonum að sá miðill þoli álagið.
Kromby
sunnudagur, 10. október 2021
|
Nú er komið að því... ... byrjið að pússa skónna, takið til fína hressgallann, reddið pössun og takið frá 6. nóvember í dagatalinu
Kromby
laugardagur, 2. október 2021
|
Því miður þá þarf að finna aðra dagsetningu fyrir Matar- og Rauðvíns. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega.
Kromby
föstudagur, 1. október 2021
|
... byrjið að pússa skónna, takið til fína hressgallann, reddið pössun og takið frá 23. október í dagatalinu
Kromby
fimmtudagur, 23. september 2021
|
Harðhaus hjá mér á laugardaginn kl 20:00.Ég, Víðir og Þórólfur ræðum í vikunni hvort þetta verði staðbundinn harðhaus eða netheimskur.
mamma
sunnudagur, 18. apríl 2021
|