Á laugardaginn kemur fer hið stórkostlega matar- og rauðvínskvöld fram á Drekavöllum hjá Bere og Zigz. Húsið opnar eins og svo oft áður klukkan 18:00. Þátttökugjaldið er fimm þúsund krónur og greiðist það inn á hress sjóðinn helst fyrir kvöldið en þeir sem hafa greitt í Hress sjóðinn fá 20% afslátt.
Það eru nokkur ár síðan rauðvínssmökkunin leið undir lok og það breytist ekki þetta árið en í staðinn er borðvín hluti af þátttökugjaldinu. Þeir sem eru sérstaklega þyrstir eða vilja annað áfengi en rauðvín er bent á að taka það með sér. Ef þið viljið deila með okkur fróðleik um rauðvín, eins og t.d. að oenophobia er hræðslan við léttvín, þá er það alltaf vel þegið.
Núna er 21 gestur skráður svo það lítur út fyrir toppmætingu endilega tryggið að þið séuð rétt skráð á viðburðinn því við verslum eftir þessum fjölda.
Sjáumst hress á laugardaginn.