Skip Navigation Links
Loading
Matar og Rauðvíns á Zoomsen

Matar og Rauðvíns á Zoomsen

Laugardaginn 14. nóvember hittast hresslingar í sínu fínasta pússi á Zoom (eða öðru heppilegu spjallforriti) og elda, borða og drekka rauðvín saman. Hinar sívinsælu aðstæður í samfélaginu neyða okkur til þess að vera hugmyndarík við skipulagningu Matar- og rauðvínskvöldsins.

Í byrjun næstu viku þá fáið þið uppskriftirnar sendar þá þurfið þið að kíkja hvað er til í skápunum og búa til innkaupalista.  Síðan þarf að versla áður en við hittumst á zoomsen 14. nóvember. Það eru mismunandi kokkkar sem sjá um hvern rétt og leiða okkur í gegnum eldamennskuna. Eins og í venjulegu eldhúsi þá verður mikið að gera og margt í gangi í einu en rauðvínsnefndin hefur fulla trú á því að þetta reddist.

Endilega skráið ykkur á facebook viðburðinn svo við sjáum hversu margir ætla að mæta.Við skorum á alla að láta sjá sig hvort sem þið ætlið að elda eða hringja í Dominos.

Kromby
föstudagur, 6. nóvember 2020


Hress.Org
hress hjá hress.org
Copyright © 2012 Guðjón Karl Arnarson