Forréttakokkar verða þau Magnús og Anna Helga og þau munu bjóða okkur upp á Bahaji laukgrímur ásamt sprittsósu með 100% hreinni myntu.
Nefndin er á fullu að velja úr ótal uppskriftum og mun næsta uppskrift verða birt á morgun. Nefndin vill auk þess auglýsa eftir sérstaklega skemmtilegum skemmtiatriðum, áhugasumar geta sótt um á
Facebook viðburðinum.
Innihald
Bahaji laukgrímur- 2 stórir laukar eða 3 minni
(má vera rauðlaukur og/eða hvítur laukur í bland)
- 200gr kjúklingabaunamjöl (chickpea flour) (má nota venjulegt hveiti í staðinn)
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk túrmerikduft
- ½ tsk nigellufræ (má sleppa)
- ½ tsk chilliduft
- ½ tsk cumminduft
- ½ tsk kóríanderduft eða ca. hnefafylli saxað ferskt kóríander
- ½ tsk salt
- 2 ¼ dl vatn Olía til steikingar
Sprittsósa með 100% hreinni myntu
- 2 hnefafylli ferskt kóríander
- 1 hnefafylli fersk mynta
- 2-3 hvítlauksgeirar
- 2 ½ cm bútur ferskt engifer
- 1 grænn chilli
- 1 ½ msk sítrónusafi
- 2-3 msk vatn
- ½ tsk cumminduft
- Salt og sykur eftir smekk
- Límónusafi
Aðferð
Bahaji laukgrímur
- Afhýðið laukana og skerið í þunnar sneiðar
- Skolið laukinn í köldu vatni og þerrið
- Blandið kjúklingabaunamjölinu og öllum þurrefnunum saman
- Bætið vatni út í og hrærið þannig að úr verði deig álíka þykkt og lummudeig
- Bætið lauknum út í og hrærið vel saman þannig að deigið þekji laukinn
- Hitið olíuna í potti eða djúpri pönnu eða notið djúpsteikingarpott
- Notið 2 skeiðar og setjið kladda af deiginu í olíuna, 3-4 kladda í einu og snúið við til að þeir steikist báðum megin
- Steikið þar til gullinbrúnt á litinn
- Látið mest af olíunni renna af á eldhúspappír og berið fram með myntusósu.
Sprittsósa með 100% hreinni myntu
- Setjið kóríander í matvinnsluvél (stilkarnir mega vera á því) og saxið aðeins
- Fjarlægið sverustu stilkana af myntunni
- Bætið restinni út í matvinnsluvélina og blandið vel þannig að sósan verði jöfn og fallega græn
- Smakkið til með límónusafanum.