Skip Navigation Links
Loading
Heimabakaður innipúki

Heimabakaður innipúki

Aðalrétturinn verður í öruggum höndum Ástu og Svenna en þau mun leiða okkur í gegnum gerð á heimabökuðum innipúka með ethanolsveppasósu, sótthreinsuðu rósakáli og þríþvegnum kartöflum.

Á morgun fáum við svo mikilvægustu réttina: eftirrétt og fordrykk.

Innipúki
 • 1 poki Oumph - helst garlic and thyme tegundin
  (fæst í Nettó, Krónunni og Veganbúðinni)
 • 1-2 skallotlaukar/eða annar laukur (smátt skorið)
 • 3 hvítlauksrif (söxuð)
 • 2-4 blöð grænkál (smátt skorið)
 • 1 tsk rósmarín
 • salt og pipar eftir smekk
 • 1 dl Oatly eða Alto-hafrarjómi/eða annar rjómi
  (fæst í Krónunni, Bónus eða Veganbúðinni)
 • 1 tsk gróft sinnep (valkvætt)
 • 1/2 sveppateningur
 • 1 pakki Findus smjördeig
 1. Leyfið Oumphinu að þiðna þar til auðvelt er að skera það í litla bita. Saxið einnig niður laukinn og grænkálið og setjið til hliðar.
 2. Steikið Oumphið upp úr smá olíu þar til það er vel heitt og setjið síðan laukinn, grænkálið og 3 hvítlauksrif útí ásamt kryddunum.
 3. Steikið þetta í nágóðan tíma, eða um 10 - 15 mínútur, áður en rjómanum, sveppakraftinum og sinnepinu er bætt út í.
 4. Leyfið fyllingunni að hitna vel áður en slökkt er undir, en rjóminn þarf ekki að sjóða.
 5. Fletjið hverja smjördeigsplötu örlítið út. Leggið hvern ferhyrning af smjördeigi á ofnplötu með smjörpappír á og setjið sirka 2 msk af fyllingunni ofan í. Festið öll fjögur hornin vel saman.
 6. Penslið hverja böku með (plöntu)mjólk eða afganginum af hafrarjómanum og bakið við 190 °C í 20 til 30 mínútur eða þar til gullinbrúnar.
Ethanolsveppasósa
 • 100 gr sveppir
 • 1 peli (250ml) Oatly eða Alto-hafrarjómi/eða annar rjómi (fæst í Krónunni, Bónus eða Veganbúðinni)
 • 1 msk rauðvín
 • 1/2 sveppateningur
 • salt og pipar
 • 2 msk hveiti
 • 3/4 dl vatn
 1. Steikið sveppina þar þeir eru mjúkir.
 2. Bætið rjóma, rauðvíni, sveppateningi, salti og pipar í pottinn og látið sjóða í u.þ.b. 15 mínútur.
 3. Hristið eða þeytið saman með písk vatninu og hveitinu þar til alveg kekklaust og hellið út í í mjórri bunu á meðan hrært er stanslaust í sósunni.
 4. Leyfið suðunni að koma aftur upp og slökkvið undir.
Sótthreinsað rósakál
 • Rósakál (í kringum 300 gr.) ferskt eða frosið
 • 3 hvítlauksrif
 • salt og pipar eftir smekk
 1. Sótthreinsið rósakálið (ef ferskt, þá taka ystu blöðin af)
 2. Sjóðið eða gufusjóðið rósakálið í 15 mínútur
 3. Steikið rósakálið á pönnu með krömdum hvítlauk, salti og pipar í 5-8 mín.
Hasselhoff kartöflur
 • Stórar bökunarkartöflur (eins margar og fólk vill)
 • Ólífuolía
 • (vegan) parmesan ostur (valkvætt) (fæst í Krónunni og Veganbúðinni)
 • salt og pipar eftir smekk
 1. Þvoið kartöflurnar þrisvar sinnum.
 2. Skera þunnar sneiðar 2/3 leið ofan í kartöflurnar ofan frá
 3. Blanda saman oífuolíu, salti og pipar og pensla kartöflurnar
 4. (Strá parmesan yfir)
 5. Setja í ofn við 200 gráður í 50-60 mín.


Kromby
mánudagur, 9. nóvember 2020


Hress.Org
hress hjá hress.org
Copyright © 2012 Guðjón Karl Arnarson