Aðalrétturinn verður í öruggum höndum Ástu og Svenna en þau mun leiða okkur í gegnum gerð á heimabökuðum innipúka með ethanolsveppasósu, sótthreinsuðu rósakáli og þríþvegnum kartöflum.
Á morgun fáum við svo mikilvægustu réttina: eftirrétt og fordrykk.
Innipúki
- 1 poki Oumph - helst garlic and thyme tegundin
(fæst í Nettó, Krónunni og Veganbúðinni) - 1-2 skallotlaukar/eða annar laukur (smátt skorið)
- 3 hvítlauksrif (söxuð)
- 2-4 blöð grænkál (smátt skorið)
- 1 tsk rósmarín
- salt og pipar eftir smekk
- 1 dl Oatly eða Alto-hafrarjómi/eða annar rjómi
(fæst í Krónunni, Bónus eða Veganbúðinni) - 1 tsk gróft sinnep (valkvætt)
- 1/2 sveppateningur
- 1 pakki Findus smjördeig
- Leyfið Oumphinu að þiðna þar til auðvelt er að skera það í litla bita. Saxið einnig niður laukinn og grænkálið og setjið til hliðar.
- Steikið Oumphið upp úr smá olíu þar til það er vel heitt og setjið síðan laukinn, grænkálið og 3 hvítlauksrif útí ásamt kryddunum.
- Steikið þetta í nágóðan tíma, eða um 10 - 15 mínútur, áður en rjómanum, sveppakraftinum og sinnepinu er bætt út í.
- Leyfið fyllingunni að hitna vel áður en slökkt er undir, en rjóminn þarf ekki að sjóða.
- Fletjið hverja smjördeigsplötu örlítið út. Leggið hvern ferhyrning af smjördeigi á ofnplötu með smjörpappír á og setjið sirka 2 msk af fyllingunni ofan í. Festið öll fjögur hornin vel saman.
- Penslið hverja böku með (plöntu)mjólk eða afganginum af hafrarjómanum og bakið við 190 °C í 20 til 30 mínútur eða þar til gullinbrúnar.
Ethanolsveppasósa- 100 gr sveppir
- 1 peli (250ml) Oatly eða Alto-hafrarjómi/eða annar rjómi (fæst í Krónunni, Bónus eða Veganbúðinni)
- 1 msk rauðvín
- 1/2 sveppateningur
- salt og pipar
- 2 msk hveiti
- 3/4 dl vatn
- Steikið sveppina þar þeir eru mjúkir.
- Bætið rjóma, rauðvíni, sveppateningi, salti og pipar í pottinn og látið sjóða í u.þ.b. 15 mínútur.
- Hristið eða þeytið saman með písk vatninu og hveitinu þar til alveg kekklaust og hellið út í í mjórri bunu á meðan hrært er stanslaust í sósunni.
- Leyfið suðunni að koma aftur upp og slökkvið undir.
Sótthreinsað rósakál- Rósakál (í kringum 300 gr.) ferskt eða frosið
- 3 hvítlauksrif
- salt og pipar eftir smekk
- Sótthreinsið rósakálið (ef ferskt, þá taka ystu blöðin af)
- Sjóðið eða gufusjóðið rósakálið í 15 mínútur
- Steikið rósakálið á pönnu með krömdum hvítlauk, salti og pipar í 5-8 mín.
Hasselhoff kartöflur- Stórar bökunarkartöflur (eins margar og fólk vill)
- Ólífuolía
- (vegan) parmesan ostur (valkvætt) (fæst í Krónunni og Veganbúðinni)
- salt og pipar eftir smekk
- Þvoið kartöflurnar þrisvar sinnum.
- Skera þunnar sneiðar 2/3 leið ofan í kartöflurnar ofan frá
- Blanda saman oífuolíu, salti og pipar og pensla kartöflurnar
- (Strá parmesan yfir)
- Setja í ofn við 200 gráður í 50-60 mín.