Skip Navigation Links
Loading
Bóluefnabomba

Bóluefnabomba

Eftirréttakokkarnir eru snillingarnir Svala og Nanna og þær munu leiða okkur í allan sannleikann um hvernig maður græjar Bóluefnabombu. Fordrykkurinn kemur í fyrramálið.

Bóluefnabomb
 • 1/2 ltr og sletta Rjómi
 • 1 brúnn marengsbotn
 • 1 pakki kókusbollur
 • Jarðarber
 • Vínber
 • Blárber
 • 1 poki Nóakropp
 • 1/2 poki Nóa Siríus rjómakúlur
 1. Rjóminn þeyttur
 2. Marengs og kókosbollum hrært saman með sleif
 3. Ber og Nóakropp sett ofan á
 4. Rjómakúlur bræddar með slettu af rjóma og hellt yfir

Kromby
þriðjudagur, 10. nóvember 2020


Hress.Org
hress hjá hress.org
Copyright © 2012 Guðjón Karl Arnarson