Skip Navigation Links
Loading
Lyfjakokteill

Lyfjakokteill

Fordrykkurinn þetta árið er á sama tíma sótthreinsandi og stútfullur af bráðhollum bætiefnum sem á að halda öllum veirum í skefjum.

Nú eru allar uppskriftirnar komnar á netið. Við hvetjum fólk til þess að hika ekki við að breyta og bæta uppskriftirnar eftir þörfum. Einnig ef þið viljið búa til ykkar eigið smjördeig eða marengs þá ekki hika við að byrja bara aðeins fyrr og monta sig svo þegar við letipúkarnir mætum inn á Zoom klukkan fjögur.

Lyfjakokteill
 • 5 mandarínur (má nota 2 appelsínur í staðinn)
 • 1 dl. vatn
 • 1 dl. sykur
 • Gin (má líka nota vodka eða romm)
 • Nokkur lime eða limesafi
 • Klakar
 1. Raspið börk af tveimur mandarínum og setjið í pott
 2. Bætið safa úr 4 mandarínum í pottinn
 3. Bætið við vatni og sykri
 4. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla í 20-25 mínútur
 5. Setjið sírópið til hliðar og leyfið því kólna
 6. Blöndum gini, limesafa, sírópi og klökum saman og hristið saman
 7. Sigtið drykkinn í kokteilglas
 8. Skreytið með mandarínu (börkur, bátur eða sneið)
 9. Skál í botn

Kromby
miðvikudagur, 11. nóvember 2020


Hress.Org
hress hjá hress.org
Copyright © 2012 Guðjón Karl Arnarson