Skip Navigation Links
Loading
Rauðvínið

Rauðvínið

Nú er allt að verða tilbúið fyrir Matar- og Rauðvínskvöldið á morgun.
Mæting er stundvíslega klukkan fjögur og verður byrjað á að undirbúa
fordrykkinn, síðan ráðist í gerð eftirréttarins og síðan hvern réttinn á
fætur öðrum. Þið vitið að þetta er Matar- og Rauðvíns og þá mæta
hresslingar í sínum fínustu fötum.

Eitt vantar þó augljóslega en
það er rauðvínið. Nefndin mælir með tveimur vínum og einu til vara en
svo má auðvitað taka hvaða ítalska vín sem er eða í raun hvaða vín sem
er.
Dagskráin verður gróflega svona
  • 16:00 Byrjum að elda
  • 18:00 Fordrykkur
  • 18:40 Forréttur
  • 19:20 Aðalréttur
  • 20:00 Eftirréttur

Við hvetjum svo alla til þess að vera duglegir að taka myndir og deila þeim með okkur.

Kromby
föstudagur, 13. nóvember 2020


Hress.Org
hress hjá hress.org
Copyright © 2012 Guðjón Karl Arnarson