Skip Navigation Links
Skip Navigation Links
Loading

Lög Harðhausa

 1. Kvenfólk
  1. Kvenfólk má alls ekki taka þátt í harðhausakvöldum!!!

 2. Klæðnaður
  1. Harðhausar skulu klæðast gallabuxum(helst bláum en svartar sleppa).
  2. Allir Harðhausar verða að vera í hlýrabol, helst hvítum hlýrabol eða viðhafnarhlýrabol (sorrí Georg).
  3. Ef harðhaus er ekki í hlýrabol þá verður bolurinn fjarlægður eða ermar rifnar af.
  4. Bindi eru stranglega bönnuð(sérstaklega dömubindi).

 3. Myndin
  1. Í myndinni verður að vera að minnsta kosti einn harðhaus
  2. Þó má aðeins vera einn góður harðhaus, leyfilegt er að það séu margir vondir harðhausar.
  3. Söguþráður skal ekki flækja ölvaða huga.
  4. Harðhausinn þarf að vera ofbeldisfullur.
  5. Harðhausinn þarf að minnsta kosti að nota einn frasa sem hægt er tönnslast á allt kvöldið.
  6. Harðhausamynd ætti ekki að vera lengri en 120 mín. því sá tími ætti að nægja harðhausinum til þess að bjarga deginum. 90 mín. telst þó vera fullkomin lengd harðhausamyndar.
  7. Tilgangslaus nektaratriði eru kostur og gestgjafa til sóma.
  8. Mynd kvöldsins skal ekki hafa verið sýnd áður á harðhausakvöldi.
  9. Á uppgjörskvöldinu skal gerð undantekning frá reglu 3.8. og skal gestgjafi velja eina af þeim 12 myndum sem var sýnd á harðhausaárinu sem hófst fyrir 20 árum síðan.
  10. Myndin sem er sýnd á uppgjörskvöldinu kemur ekki til greina sem harðhausamynd ársins.

 4. Kvöldið
  1. Harðhausakvöld hefst við kynningu á mynd kvöldsins.
  2. Gestgjafa ber að tilkynna Harðhausum um stað og stund harðhausakvöldsins með að minnsta kosti tveggja sólarhringa fyrirvara.
  3. Óstundvísi er merki um veikgeðja einstakling, harðhausar eru ekki veikgeðja einstaklingar.
  4. Gestgjafi skal þó gefa harðhausum 15 mínútur til að mæta frá tilkynntum mætingartíma.
  5. Ekki má setja myndina af stað fyrr en harðhausar uppfylla öll skilyrði um klæðnað.
  6. GSM símar skulu ekki valda truflun á meðan harðhausakvöldi stendur.
  7. Bannað er að taka myndir á harðhausakvöldi.
  8. Allir Harðhausar verða að fá sér bjór á meðan sýningu myndar stendur.
  9. Harðhausakvöld lýkur þegar áskorun um að halda næsta kvöld hefur verið tekið.
  10. Harðhaus sem kemur með nýliða á harðhausakvöld ber, að hluta til, ábyrgð á því að hann valdi ekki vonbrigðum fyrstu 2 kvöldin sem hann mætir.
  11. Stemmningsáfengi sem gengur meðal gesta yfir harðhausamyndinni er gestgjafa til sóma.
  12. Sé stórviðburður (t.d. áramót, aðfangadagur eða Airwaves) sama kvöld og harðhausakvöldið þá er það gestgjafa til sóma að taka eins mikið tillit til þess eins og mögulegt er. Gestgjafi skal einnig bjóða upp á stemmningsáfengi fyrir það að skemma tvö góð djömm með einu.
  13. Þar sem minni harðhausa er lítið sem ekkert þá skal gestgjafi skrá inn upplýsingar um kvöldið áður en harðhausakosning fyrir næsta uppgjör hefst.
  14. Áskorun skal fara fram og vera samþykkt innan 30 mínútna frá því að mynd eða verðlaunaafhendingu lýkur.

 5. Áskorun
  1. Einungis má skora á gesti kvöldsins.
  2. Ekki má skora á síðasta gestgjafa.
  3. Ekki má skora á þann sem hefur brotið reglur harðhausa sama kvöld.
  4. Móttakandi áskorunnar verður að halda harðhausakvöld í næsta mánuði.
  5. Einungis má skora á þá harðhausa sem séð hafa að minnsta kosti helming myndarinnar og eru viðstaddir til að taka við áskoruninni.
  6. Til þess að skilgreinast sem gestur á Harðhausakvöldi verður viðkomandi að hafa séð að minnsta kosti helming myndarinnar.

 6. Uppgjör
  1. Uppgjör harðhausa fer fram á harðhausakvöldi í Janúar.
  2. Harðhaus þarf að mæta á að minnsta kosti helming kvölda ársins til þess að öðlast kosningarétt þó skulu aldrei færri en 5 hafa kosningarétt.
  3. Harðhaus þarf að mæta á að minnsta kosti 8 kvöld til þess að koma til greina sem Harðhaus ársins þó skulu aldrei færri en 3 koma til greina.
  4. Allir myndir og kvöld koma til greina sem Harðhausamynd og Harðhausakvöld ársins.
  5. Kosið er á milli tilnefninga í flokknum Vonbrigði ársins. Harðhaus verður að hljóta að minnsta kosti 1/3 atkvæða til að vera kosinn Vonbrigði ársins.
  6. Allir þeir sem mættu á harðhausakvöld á árinu geta hlotið Stallone Ársins. Í kosningu verður kjósandi að rökstyðja val sitt á Stallone Ársins.
  7. Harðhaus skal fá nýjan viðhafnarhlýrabol svokallaðan hundraðshlut fyrir hver 100 harðhausakvöld sem hann mætir á.

 7. Önnur lög Harðhausa
  1. Orð sem innihalda „Harðhaus“ þurfa ætíð að hefjast á stóru H. Regla þessi á við um reglur Harðhausa sem og alla viðburði, skrif og ræðu Harðhausa.

Hress.Org
hress hjá hress.org
Copyright © 2012 Guðjón Karl Arnarson