Árlegir Viðburðir
Hér á má sjá þá viðburði sem Hresslingar halda hátíðlega ár hvert.
Matar- og Rauðvínskvöld
Snemma í góu grafa hresslingar upp sitt fínasta púss og mæta í glæsilegt matarboð Óskars og aðstoðarkokka hans. Bragðlaukum hresslinga er boðið eina kvöldstund í rússíbanareið sem nær hámarki með rauðvínssmökkun hress.orgs þar sem þrúgum heimsins eru gerð góð skil.
Hressleikinn: Ölimpíuleikar
Um miðjar heyannir flykkjast hresslingar út af Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vestur í Lundarreykjadal í land Árna bónda. Þolmörk hresslíkamanns eru þanin til hins ýtrasta með hinum göfugustu keppnisgreinum sem myndu fylla guði ólympustinds stolts, tja alla veganna Bakkus. Æsilegar keppnir, lýðræðisleg (og hampkennd) dreyfing valds, bílaveifur, blóðbönd, miðnæturbusl og skurðdýfur í stórbrotinni náttúru eru meðal þess sem vænta má á leikunum, (ath. salernisaðsta í boði fyrir alla).
Óvissuferð Hress.Org
|